Beint í efni

Verð á mjólk til breskra bænda hækkar einnig

26.06.2010

Breska afurðastöðin First Milk hefur nú ákveðið að hækka mjólkurverð til bænda um rúma krónu (0,6p). First Milk er framleiðenda-samvinnufélag og er stærsta félagið í Bretlandi í eigu kúabænda. Fyrirtækið er með um 1,6 milljarða lítra mjólkur á ári eða rúmlega 13 sinnum stærra en Auðhumla. Hækkunin kemur ekki á óvart, en eins og naut.is hefur

greint frá á undanförnum vikum hefur mjólkurverð til bænda víða um heim farið hækkandi í kjölfar hækkandi heimsmarkaðverðs mjólkurafurða og útlits fyrir stöðugan markað á næstu mánuðum. First Milk hefur ennfremur boðað eigendum sínum, 2.500 breskum kúabændum, að útlit sé fyrir frekari verðhækkanir á árinu.