Verð á mjólk og mjólkurvörum 1. ágúst 2009
01.08.2009
Í dag tók gildi ákvörðun verðlagsnefndar búvöru frá því 10. júlí sl. um verð á þeim tegundum mjólkurafurða sem heyra undir nefndina. Í töflunni hér að neðan má sjá verð helstu vöruflokka og breytingu frá síðustu ákvörðun verðlagsnefndar, sem tók gildi 1. nóvember 2008. Mjólkurverð til bænda breytist ekki að sinni, það er 71,13 kr/ltr. Heildsöluverðlagning annarra mjólkurafurða er frjáls, sem og smásöluverðlagning allra mjólkurvara.
Vörutegund | Heildsöluverð án vsk 1.11.2008 | Heildsöluverð án vsk 1.8.2009 | Breyting |
Mjólk í lausu máli, kr/ltr | 79,72 | 85,82 | 6,10 |
Mjólk í 1 ltr fernum | 91,47 | 99,68 | 8,21 |
Rjómi í 1/2 lítra fernum | 362,81 | 360,16 | -2,65 |
Undanrenna í 1 ltr fernum | 91,99 | 95,18 | 3,19 |
Skyr, pakkað eða ópakkað, kg | 232,37 | 240,44 | 8,07 |
1. flokks mjólkurbússmjör, kg | 497,62 | 514,90 | 17,28 |
Ostur 45%, kg | 962,75 | 996,18 | 33,43 |
Ostur 30%, kg | 901,93 | 933,24 | 31,31 |
Nýmjólkurduft, kg | 1085,21 | 1169,85 | 84,64 |
Nýmjólkurduft til iðnaðar*, kg | 469,63 | 532,90 | 63,27 |
Undanrennuduft, kg | 561,89 | 626,92 | 65,03 |
Undanrennuduft til iðnaðar*, kg | 455,22 | 516,55 | 61,33 |
*Verð til annarra iðnfyrirtækja en þeirra sem framleiða mjólkurvörur
Fulltrúar bænda í verðlagsnefnd búvöru eru Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Fulltrúar mjólkuriðnaðarins eru Magnús Ólafsson, forstjóri Auðhumlu og Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS. Fulltrúi ASÍ er Björn Snæbjörnsson, fulltrúi BSRB er Elín Björg Jónsdóttir. Formaður nefndarinnar er Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Bændasamtök Íslands hafa komið ofangreindum upplýsingum á framfæri í Lögbirtingablaðinu.