Verð á kjöti til neytenda hærra, en skilaverð til bænda lægra !
24.10.2001
Samkvæmt upplýsingum LK þá hefur verðþróun á kjötmarkaði síðustu 12 mánuði verið þannig að verð á algengustu flokkum nautakjöts (UNI A og UNI M+) hefur lækkað um 45 kr/kg á verðlagi dagsins í dag (sjá töflu). Verðið á sama tíma í fyrra var þannig 14,8% hærra en nú er og hefur lækkað um 12,9%. Skilaverð til bænda í öðrum kjöttegundum hefur einnig lækkað, en verulega minna (svínakjöt (Gris 1A) lækkað um 1,6% og dilkakjöt (R3 & O2) lækkað um 2,3%).
Á sama tíma hefur verð á ofangreindu kjöti til neytenda hækkað, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.
Á vef Hagstofu Íslands (www.hagstofa.is/frettir/neysla11.xls) má sjá að vísitala fyrir nautakjöt hefur hækkað frá því í október 2000 til október 2001 úr 115,4 í 124,8 eða um tæp 8,2%. Á sama tíma hefur vísitala svínakjöts hækkað um 15,9% og vísitala dilkakjöts um 11,0%.
Skilaverð til bænda:
Ungnautakjöt (UNI A og M+) | Svínakjöt (Gris 1A) | Dilkakjöt (O2 og R3) | |
Okt 2000 | 349* 323** | 244* 226** | 266* 246** |
Okt 2001 | 304 | 240 | 260 |
* Uppfært skilaverð til bænda (m.v. vísitölu neysluverðs) ** Skilaverð til bænda á gengi október 2000 |
Við verðútreikningana voru notaðar upplýsingar frá sláturleyfishöfum um verð á algengustu flokkum nautakjöts og BÍ um verð á svína- og dilkakjöti (Gris 1A, O2 og R3). Verð á nautakjöti eru vegin saman í meðaltal í hlutfalli við slátrun einstakra sláturleyfishafa í september 2000 og 2001.