Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Verð á kjöti til neytenda hærra, en skilaverð til bænda lægra !

24.10.2001

Samkvæmt upplýsingum LK þá hefur verðþróun á kjötmarkaði síðustu 12 mánuði verið þannig að verð á algengustu flokkum nautakjöts (UNI A og UNI M+) hefur lækkað um 45 kr/kg á verðlagi dagsins í dag (sjá töflu). Verðið á sama tíma í fyrra var þannig 14,8% hærra en nú er og hefur lækkað um 12,9%. Skilaverð til bænda í öðrum kjöttegundum hefur einnig lækkað, en verulega minna (svínakjöt (Gris 1A) lækkað um 1,6% og dilkakjöt (R3 & O2) lækkað um 2,3%).

 

Á sama tíma hefur verð á ofangreindu kjöti til neytenda hækkað, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

 

Á vef Hagstofu Íslands (www.hagstofa.is/frettir/neysla11.xls) má sjá að vísitala fyrir nautakjöt hefur hækkað frá því í október 2000 til október 2001 úr 115,4 í 124,8 eða um tæp 8,2%. Á sama tíma hefur vísitala svínakjöts hækkað um 15,9% og vísitala dilkakjöts um 11,0%.

 

                         Skilaverð til bænda:

 

 Ungnautakjöt

(UNI A og M+)

Svínakjöt

(Gris 1A)

 Dilkakjöt

(O2 og R3)

 Okt 2000  349*    323**  244*    226**  266*   246**
 Okt 2001  304  240  260

* Uppfært skilaverð til bænda (m.v. vísitölu neysluverðs)

** Skilaverð til bænda á gengi október 2000

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við verðútreikningana voru notaðar upplýsingar frá sláturleyfishöfum um verð á algengustu flokkum nautakjöts og BÍ um verð á svína- og dilkakjöti (Gris 1A, O2 og R3). Verð á nautakjöti eru vegin saman í meðaltal í hlutfalli við slátrun einstakra sláturleyfishafa í september 2000 og 2001.