Verð á greiðslumarki – róleg viðskipti
20.05.2009
Viðskipti með greiðslumark í mjólk hafa verið fremur lítil undanfarna mánuði. Það sem af er þessu verðlagsári hafa rúmlega 1,8 milljónir lítra skipt um eigendur, það er 42% minna en á sama tíma í fyrra. Meðalverð á síðustu 500.000 lítrum er tæplega 255 kr/ltr. Nánar má sjá umfang viðskipta og þróun greiðslumarksverðs í töflunni hér að neðan.
Dagsetning gildistöku | Sala á greiðslumarki ltr. | Uppsafnað frá upphafi verðlagsárs, ltr. | Meðalverð síðustu 500.000 lítra, kr/ltr.* |
1. sept. 2008 | 783.381 | 783.381 | 304,22 |
1. okt. 2008 | 19.387 | 802.768 | 297,52 |
1. nóv. 2008 | 0 | 802.768 | 297,52 |
1. des. 2008 | 101.756 | 904.524 | 288,32 |
1. jan. 2009 | 107.367 | 1.011.891 | 271,32 |
1. feb. 2009 | 174.435 | 1.186.326 | 259,33 |
1. mar. 2009 | 352.446 | 1.538.772 | 250,92 |
1. apr. 2009 | 97.779 | 1.636.551 | 255,78 |
1. maí 2009 | 134.064 | 1.770.615 | 254,41 |
1. jún. 2009 | 72.982 | 1.843.597 | 254,86 |
1. júl. 2009 |
Heimild: Bændasamtök Íslands