Verð á greiðslumarki mjólkur lækkar ört !
29.01.2002
Eins og greint hefur verið frá áður hefur verð á greiðslumarki verið lækkandi allt þetta greiðslumarksár. Í desember sl. (viku 49) var verð á mjólkurlíter komið í kr. 200, og nú í viku 4 á nýju ári er verðið komið niður í 186 krónur (staðfestar sölutölur á rúmlega 100.000 lítrum).
Samkvæmt upplýsingum LK er töluvert offramboð á greiðslumarki um þessar mundir, sem kallað hefur á þessa miklu verðlækkun ásamt þeirri staðreynd að efnahagslegur ávinningur þess að kaupa greiðslumark háu verði minnkar eftir því sem styttist í lok mjólkursölusamnings kúabænda og ríkisins.