Beint í efni

Verð á greiðslumarki lækkar mikið

18.01.2009

Bændasamtök Íslands hafa birt upplýsingar um verð á greiðslumarki að undanförnu, er þær að finna hér. Meðalverð síðustu 500.000 lítra sem skipt hafa um eigendur er skv. því 238 kr/ltr. Það er lækkun um 50 kr/ltr frá því að upplýsingar voru birtar síðast. Viðskipti með greiðslumark eru nú rétt um helmingur þess sem venja hefur verið til undanfarin ár. Þann 1. janúar sl. hafði um 1 milljón lítra skipt um eigendur frá upphafi verðlagsárs. Undanfarin ár hafa um 2 milljónir lítra skipt um eigendur á þessum tíma, og ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá samanlögð viðskipti upp á 3 milljónir lítra um áramót. 

Þegar 173 þúsund lítra viðskipti lækka meðalverð 500.000 lítra um 50 kr/ltr má ljóst vera að verð nýjustu samninganna er miklu lægra en 238 kr. Miðað við þessa verðlækkun og núverandi verðbólgustig er ekki fjarri lagi að raunverð á greiðslumarki hafi lækkað um helming á tiltölulega stuttum tíma.