Verð á greiðslumarki lækkar lítillega
23.01.2007
Samkvæmt upplýsingum frá BÍ hefur verð á greiðslumarki lækkað lítillega milli mánaða. Meðalverð síðustu 500.000 lítra er nú 274,84 kr en var rétt rúmlega 280 kr. 1. janúar sl. Það magn sem skipti um eigendur nú í janúarmánuði var rétt tæplega hálf milljón lítra. Í töflunni hér að neðan má sjá þróun á verði greiðslumarks það sem af er verðlagsársins.
Dagsetning gildistöku | Sala á greiðslumarki, ltr. | Uppsafnað frá upphafi verðlagsárs, ltr | Meðalverð á síðustu 500.000 lítrum |
1. september 2006 | 770.408 | 770.408 | 306 |
1. október 2006 | 255.807 | 1.026.215 | 302,26 |
1. nóvember 2006 | 237.742 | 1.263.957 | 287,76 |
1. desember 2006 | 413.565 | 1.677.522 | 270,61 |
1. janúar 2007 | 672.824 | 2.350.346 | 280,31 |
1. febrúar 2007 | 498.998 | 2.849.344 | 274,84 |