Verð á greiðslumarki hækkar lítillega
22.03.2007
Meðalverð á síðustu 500.000 lítrum greiðslumarks sem skipt hafa um eigendur er nú 287,38 kr/ltr. Það er hækkun um tæpar 10 kr. frá því fyrir mánuði síðan. Lítraverðið var 306 kr. í upphafi framleiðsluársins en fór síðan lækkandi og náði lágmarki í desember s.l. þegar það var 270 kr. Verðið hefur sveiflast nokkuð síðan þá, milli 275-280 kr á lítra.