Verð á greiðslumarki er 319 kr/l
28.01.2008
Samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands er meðalverð á síðustu 500.000 lítrum greiðslumarks 319 kr/lítra, eins og sjá má hér. Verðið hefur því hækkað frá síðasta meðalverði sem reiknað var 1. desember sl., í þeim fremur litlu viðskiptum sem verið hafa að undanförnu.