Beint í efni

Veldur hitabylgjan í Evrópu fæðuskorti í heiminum?

03.09.2003

Samkvæmt útreikningum lítur út fyrir að hitabylgjan sem var í Evrópu í sumar leiði til þess að kornframleiðslan minnki svo verulega, að á heimsvísu muni vart verða til nóg korn til að brauðfæða þjóðir heims. Útlitið er því dökkt fyrir fátækustu þjóðir heims, þar sem þessu samhliða er allt útlit fyrir að verð á korni muni hækka um allan heim. Talið er að heimsframleiðslan muni dragast saman um 32 milljónir tonna, fyrst og fremst vegna uppskerubrests í Evrópu.

Lönd í Austur-Evrópu hafa lent í verstu þurrkunum, eins og áður hefur komið fram á vef LK. Af löndum Evrópusambandsins er það Þýskaland sem verst hefur orðið úti.

 

Óttast er að núverandi útreikningar eigi jafnvel eftir að líta enn verr út þegar endanlegt uppgjör liggur fyrir.

 

Áhrifin hérlendis eru ófyrirséð, en leiða má að því líkum að kjarnfóðurverð muni hækka þegar líður á veturinn og næsta ár.