
Vel mætt á setningu Búnaðarþings
31.03.2022
Búnaðarþing 2022 var sett við hátíðlega athöfn á Hótel Natura í Reykjavík og var fjölmenni við setninguna. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna flutti ávarp ásamt forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni, matvælaráðherra Svandísi Svavarsdóttur og innviðaráðherra Sigurði Inga Jóhannessyni. Þar að auki flutti utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ávarp á þinginu. Nefndarstörf eru hafin og verður framhaldið á morgun.