Beint í efni

Veislueldhúsin í Sviss vilja helst G-mjólk!

09.01.2017

Það er misjafn siður í hverju landi og er Sviss engin undantekning í því sambandi. Þar í landi hefur nefninlega G-mjólk náð gríðarlega mikilli útbreiðslu og er í dag lang mesta selda mjólkin til veislueldhúsa og veitingastaða! Samkvæmt nýlegri skýrslu þarlendrar hagstofu landbúnaðarins (Federal Office of Agriculture) nam G-mjólkursala 73,5% af allir sölu á drykkjarmjólk til þessa geira á tímabilinu janúar til september 2016.

Að sögn þarlendra sérfræðinga er skýringin á þessu háa hlutfalli G-mjólkur vaxandi áhugi á „feitri mjólk“ til matargerðar. Þá skiptir vissulega langt geymsluþol mjólkurinnar miklu máli, auk þess sem bragðgæði G-mjólkur er mun betra í dag en áður þekktist/SS.