Beint í efni

Veiruskitan væg

12.05.2010

Veiruskita sem herjað hefur á kýr á nokkrum bæjum á Norður- og Austurlandi að undanförnu virðist vera fremur væg og í rénun. Að sögn ráðunauta og frjótækna hjá ráðgjafamiðstöðinni Búgarði hafa kýrnar yfirleitt náð sér á nokkrum dögum og komist aftur í fyrri dagsnyt. Um tvær vikur eru síðan síðast fréttist af nýju tilfelli. Veiruskitunnar varð síðast vart á svæðinu fyrir um 5 árum síðan og þá var hún mun svæsnari en nú.

Matvælastofnun rannsakar nú faraldsfræði veikinnar en ekki hefur tekist að staðfesta upptök hennar eða hvaðan hún kemur. Veikin hefur engin áhrif á gæði mjólkurinnar og hún smitast ekki í fólk.