Beint í efni

Veiran hefur ekki áhrif á gæði mjólkur

03.01.2022

Veiruskita í kúm kemur upp reglulega á Íslandi og misjafnt hvað hún nær að breiðast mikið út. Fjallað hefur verið um veiruna í fjölmiðlum upp á síðkastið og er mikilvægt að árétta að veiran hefur ekki áhrif á mjólk eða gæði mjólkur fyrir neytendur. Samkvæmt Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur, sér­greina­dýra­lækn­is naut­gripa- og sauðfjár­sjúk­dóma hjá Mat­væla­stofn­un, hefur ekki verið staðfest um hvaða veiru er að ræða, en hún sé bráðsmitandi og að grunur beinist að kórónuveiru.