Beint í efni

Vegna verðkönnunar ASÍ

02.03.2011

Í gær voru kynntar niðurstöður nýjustu könnunar Alþýðusambands Íslands á matvælaverði hér á landi. Í henni kemur fram að frá nóvember 2010 til febrúar 2011 hækkaði verð á mjólk, osti og eggjum í verslunum Bónus um 7%, í Krónunni um 6,5% og í Nettó um 2,5%. Í verslunum Hagkaups hækkaði verð á þessum vörum um 4,6%, Nóatúni um 1,1%, í 10-11 um 8,8% og um 4,9% í Samkaup-Strax. Í verslunum Samkaup-Úrval lækkaði verðið um 0,7% og um 2,6% í verslunum 11-11. Vegna þessa er rétt að taka fram að samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara, sem tók gildi 1. febrúar sl., hækkaði heildsöluverð á mjólkurvörum um 2,25% að jafnaði. Drykkjarmjólk hækkaði þó meira, eða um 4,56%. Frávik frá þessum breytingum í smásölu skýrast því af breytingum á smásöluálagningu. Síðasta breyting á heildsöluverði, á undan þeirri sem átti sér stað 1. feb. 2011, var gerð 1. ágúst 2009.

Verðkönnun ASÍ má sjá í heild sinni hér.