Beint í efni

Vefstjóri ráðinn á naut.is

03.08.2010

Snorri Sigurðsson var ráðinn í hlutastarf sem vefstjóri naut.is frá 1. júlí sl. Verkefni hans verður m.a. að uppfæra vefsíðuna naut.is reglulega með fréttum, fréttatengdu efni, fagupplýsingum og reglubundinni endurnýjun markaðsupplýsinga. Hann mun einnig, ásamt framkvæmdastjóra LK vinna að endurnýjun heimasíðu LK, gert er ráð fyrir að hún fái nýtt útlit í haust.

Ráðning Snorra er í samræmi við stefnu stjórnar LK um að auka fréttaflutning og sýnileika naut.is. Framkvæmdastjóri LK verður áfram ábyrgðarmaður síðunnar og mun einnig sjá um að setja efni á síðuna eins og verið hefur.