Beint í efni

Vefnámskeið – endurmenntun þegar þér hentar!

03.10.2011

Undanfarin ár hafa fleiri og fleiri fagaðilar fært námskeiðahald sitt yfir á vefinn og má nú finna margar áhugaverðar upptökur af námskeiðum sem haldin hafa verið innan nautgriparæktar víða um heiminn. Sumt af þessu efni er vissulega á læstum heimasíðum þar sem greiða þarf fyrir aðgengi, en þó er ekki alltaf um slíkt að ræða. Því miður er þetta efni, amk. enn sem komið er, allt á erlendri tungu en einkar áhugavert fyrir þá sem geta ráðið í ensku eða skandinavísku. Í þessu sambandi má t.d. benda á heimasíðu Geno í Noregi, þar sem finna má nokkra fyrirlestra þeirra í fræðsluröðinni Geno-webinarer.
 
Á síðu Geno má m.a. horfa og hlusta á erindi um frjósemi, klaufheilsu, fóðrun ofl. Það eina sem þarf er tölva með hljóði, já og etv. kaffi bolli eins og segir á heimasíðu Geno. Ef þú hefur áhuga á því að fræðast nánar um þessi mál getur þú smellt á þennan hlekk:

http://www.geno.no/no/Forsiden/For-medlemmer/Saker-i-medlemsorganisasjonen/Brukerveiledning-for-webinar/Geno-webinarer-i-opptak/

 

Á ýmsum öðrum heimasíðum má finna sambærileg námskeið en þau má finna t.d. með því að slá í leitarstreng: „webinar agriculture“. Á heimasíðunni www.milkproduction.com má einnig sjá all gott yfirlit yfir aðila sem eru með sambærileg námskeið í boði þar í landi. Smelltu á meðfylgjandi hlekk til þess að skoða þá síðu:

http://www.milkproduction.com/Library/Editorial-articles/Cow-centered-housing-webinar-series/

/SS.