Beint í efni

Veffræðslan heldur áfram!

19.09.2016

Í byrjun vetrar 2012 hófum við starfsemi Veffræðslu LK en um er að ræða fyrirlestra á á læstu svæði á vefnum okkar og er tilgangurinn einfaldlega að koma fræðsluefni út með einföldum hætti til bæði kúabænda og allra sem áhuga hafa á nautgriparækt. Um var og er að ræða stutta og hnitmiðaða fyrirlestra sem eingöngu eru aðgengilegir á vefnum og notendur spila fyrirlestrana í tölvum sínum líkt og “myndbönd”.

 

Í upphafi var lagt upp með að prófa þetta kerfi til tveggja ára en þar sem viðtökurnar voru svo góðar var verkefninu haldið áfram og í dag má finna inni í Veffræðslu LK 60 fyrirlestra sem hægt er að horfa og hlusta á og spannar fræðslusviðið nánast öll helstu svið nautgriparæktarinnar.

 

Nú hefur Landssamband kúabænda ákveðið að leggja af stað inn í fimmta starfsárið og stendur undirbúningur yfir þessar vikurnar.

 

Starfsárið 2016-2017 verða haldnir 10 fyrirlestrar með u.þ.b. þriggja vikna fresti og verður sá fyrsti fluttur eftir einn mánuð. Í tengslum við undirbúning fræðsluannarinnar óskum við eftir ábendingum um áhugavert efni að fjalla um en slíkar ábendingar óskast sendar til: skrifstofa@naut.is. Líkt og verið hefur geta allir sem þess óska fengið aðgengi að kerfinu án endurgjalds og er hægt að óska eftir því að fá aðgengi með því að senda tölvupóst á framangreint netfang/SS.