Beint í efni

Veffræðsla LK: Sláttutími

03.06.2013

Nú er komið nýtt erindi í Veffræðslukerfi LK og er það næst síðasta erindið á þessu fyrsta starfsári Veffræðslunnar. Að þessu sinni höfum við fengið dr. Ríharð Brynjólfsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, til þess að fjalla um sláttutíma.

 

Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða aðra geta þeir sem eru nú þegar komnir með aðgang smellt hér á hlekkinn fyrir neðan og slegið þar inn notendanafn og lykilorð. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á skrifstofa(a)naut.is. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi.

 

Með því að smella hér færist þú yfir á Veffræðslusvæði Landssambands kúabænda/SS.