Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Veffræðsla LK: Rými á legusvæði

21.10.2015

Nú er komið nýtt erindi inn í Veffræðslukerfi LK og fjallar það um rýmisþarfir nautgripa. Það er atferlissérfræðingurinn Sigtryggur Veigar Herbertsson sem flytur erindið og fjallar hann um rýmisþarfirnar út frá ýmsum hliðum. Þetta er einkar áhugavert erindi fyrir bændur sem eru að huga að aðbúnaði gripa sinna, breyta fjósum nú eða horfa til þess að t.d. endurstilla innréttingar.

 

Næsta erindi í Veffræðslu LK mun svo fjalla um frjósemi leiðir til þess að bæta frjósemina í fjósinu en það erindi mun Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir Nautastöðvar BÍ flytja.

 

Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða eldri fyrirlestra þá geta þeir sem eru með aðgengi smellt hér á hlekkinn fyrir neðan og slegið þar inn notendanafn og lykilorð. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang að kerfinu eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á skrifstofa(a)naut.is. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi.

 

Rétt er að taka fram að allir sem vilja geta fengið aðgengi og óhætt að mæla með því við sem flesta enda mörg erindi sem ná langt út fyrir nautgriparækt sem slíka en í dag eru komin 47 erindi inn í Veffræðslukerfi LK.

 

Með því að smella hér færist þú yfir á Veffræðslusvæði Landssambands kúabænda.

/SS