Veffræðsla LK: Ný- og/eða endurfjármögnun
06.04.2016
Nú er komið inn í Veffræðslukerfi LK 58. fræðsluerindið og að þessu sinni tökum við fyrir ný- og endurfjármögnun. Erindið er flutt af Jóhannesi Hr. Símonarsyni, útibússtjóra Arionbanka á Hellu, Vík og Kirkjubæjarklaustri.
Í erindinu ræðir Jóhannes um helstu fjármálahugtök, ólíkar tegundir fjármögnunar, nauðsynlegar upplýsingar til lánveitenda, lánsform og –kjör auk þess að fara yfir kostnað við lántöku. Þetta er yfirgripsmikill en stuttur fyrirlestur um einkar mikilvæg atriði og varðar alla þá sem huga að fjármögnun. Því miður eru hljóðgæðin ekki 100% en efnið kemst þó vel til skila.
Næsta erindi í Veffræðslu LK mun svo fjalla um nautakjötsframleiðslu í hjarðeldi en það erindi mun Sigtryggur Veigar Herbertsson, ráðgjafi hjá Jötni, flytja.
Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða eldri fyrirlestra þá geta þeir sem eru með aðgengi smellt hér á hlekkinn fyrir neðan og slegið þar inn notendanafn og lykilorð. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang að kerfinu eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á skrifstofa@naut.is. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi.
Rétt er að taka fram að allir sem vilja geta fengið aðgengi og óhætt að mæla með því við sem flesta enda mörg erindi sem ná langt út fyrir nautgriparækt sem, hvert öðru áhugaverðara.
Með því að smella hér færist þú yfir á Veffræðslusvæði Landssambands kúabænda/SS.