
Veffræðsla LK: nautin og ræktunarstarfið 2018
22.01.2018
Fimmta erindið í Veffræðslu LK þennan starfsvetur og það fyrsta á þessu ári er nú komið inn á naut.is og fjallar það um nautin og ræktunarstarfið 2018. Erindið er flutt af Guðmundi Jóhannessyni, ráðunaut og ábyrgðarmanni nautgriparæktar hjá RML. Í þessu erindi fer Guðmundur yfir helstu atriði sem lúta að ræktunarstarfinu, sem og fer yfir helstu kynbótanautin sem nú eru í notkun.
Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða eldri fyrirlestra þá geta þeir sem eru með aðgengi smellt hér á þennan hlekk og slegið þar inn notendanafn og lykilorð (nota þarf Internet Explorer, Firefox eða Safari vefskoðara). Þeir sem ekki eru komnir með aðgang að kerfinu eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa(a)naut.is. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi. Ef þú hefur fengið aðgengi, en hefur glatað annað hvort notendanafninu eða lykilorðinu getur þú einnig sent tölvupóst á sama netfang og fengið endursendingu. Þá ættu allir sem þegar hafa fengið aðgengi að kerfinu að hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um þetta erindi. Ef hann hefur ekki borist er hugsanlegt að kerfið noti netfang sem ekki er í notkun svo ef þú hefur ekki fengið tölvupóst en ert með aðgengi, sendu okkur upplýsingar um nýtt netfang með því að senda tölvupóst á skrifstofa(a)naut.is. Vakin er athygli á því að þetta netfang er einungis vaktað einu til tvisvar sinnum í viku svo það getur tekið nokkurn tíma að fá svar/SS.