Beint í efni

Veffræðsla LK: Nautaeldi

01.11.2017

Fyrsta erindið í Veffræðslu LK þennan starfsvetur er nú komið inn og fjallar það um nautaeldi. Erindið er flutt af Guðfinnu Hörpu Árnadóttur, ráðunaut hjá RML, og í erindinu fjallar hún um viðfangsefnið frá öllum helstu hliðum og fjallar m.a. um hvaða þættir hafa áhrif á eldið, gæðamál og EUROP kerfið og hvernig nýta má niðurstöður þess kerfis til þess að nýta í framleiðslustjórnun á búi í nautaeldi. Afar áhugaverð nálgun sem mun vafalítið gagnast öllum sem ala naut. Þá gerir hún sérstaklega grein fyrir kostnaði við framleiðsluna og nefnir t.d. nokkur mismunandi dæmi um samhengi framleiðsluaðferðar og tekna.

Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða eldri fyrirlestra þá geta þeir sem eru með aðgengi smellt hér á þennan hlekk og slegið þar inn notendanafn og lykilorð (nota þarf Internet Explorer, Firefox eða Safari vefskoðara). Þeir sem ekki eru komnir með aðgang að kerfinu eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa(a)naut.is. Ef þú hefur fengið aðgengi, en hefur glatað annað hvort notendanafninu eða lykilorðinu getur þú einnig sent tölvupóst á sama netfang og fengið endursendingu. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi. Vakin er athygli á því að þetta netfang er einungis vaktað einu til tvisvar sinnum í viku svo það getur tekið nokkurn tíma að fá svar/SS.