Beint í efni

Veffræðsla LK: Hönnun velferðarrýma

10.02.2016

Nú er komið inn nýtt erindi í Veffræðslukerfi LK og fjallar það um hönnun velferðarrýma í fjósum. Erindið flytur Snorri Sigurðsson, ráðgjafi hjá SEGES í Danmörku.

 

Í erindinu fer hann yfir þessa nýjung í hönnun á fjósum og hvers vegna ný fjós eru hönnuð í dag með svona sérstökum svæðum sem oft er ruglað við sjúkrastíur en er allt annað.

 

Næsta erindi í Veffræðslu LK mun svo fjalla um sáningartækni og illgresisvarnir í tún- og kornrækt en það erindi mun Finnbogi Magnússon, bútæknifræðingur og framkvæmdastjóri Jötuns, flytja.

 

Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða eldri fyrirlestra þá geta þeir sem eru með aðgengi smellt hér á hlekkinn fyrir neðan og slegið þar inn notendanafn og lykilorð. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang að kerfinu eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á skrifstofa(a)naut.is. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi.

 

Rétt er að taka fram að allir sem vilja geta fengið aðgengi og óhætt að mæla með því við sem flesta enda mörg erindi sem ná langt út fyrir nautgriparækt sem slíka en í dag eru komin 55 erindi inn í Veffræðslukerfi LK, hvert öðru áhugaverðara.

 

Með því að smella hér færist þú yfir á Veffræðslusvæði Landssambands kúabænda/SS.