Veffræðsla LK: Hjarðeðli og meðferð nautgripa
18.04.2016
Nú er komið inn í Veffræðslukerfi LK 59. fræðsluerindið og það næst síðasta á þessari önn. Nú er röðin komin að holdanautabúskapnum og er erindið sniðið að þeim sem eru með hjarðeldi, reyndar algjörlega óháð því hvort um holdanaut sem slík sé að ræða eða ekki. Erindið er flutt af atferlisfræðinginum Sigtryggi Veigari Herbertssyni.
Í erindinu tekur Sigtryggur fyrir þá ýmsu þætti sem snerta hjarðeðli nautgripa og fer yfir ótal áhugaverð atriði sem lúta að meðferð nautgripahjarða í víðum skilningi. Þetta er afar fróðlegur fyrirlestur sem á erindi til jafnt þeirra sem eru í hefðbundinni mjólkurframleiðslu eða kjötframleiðslu.
Næsta erindi í Veffræðslu LK, og það síðasta á þessari önn, mun svo fjalla um innri málefni LK s.s. um ályktanir aðalfundar LK en það erindi mun Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK, flytja.
Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða eldri fyrirlestra þá geta þeir sem eru með aðgengi smellt hér á hlekkinn fyrir neðan og slegið þar inn notendanafn og lykilorð. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang að kerfinu eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á skrifstofa@naut.is. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi.
Rétt er að taka fram að allir sem vilja geta fengið aðgengi og óhætt að mæla með því við sem flesta enda mörg erindi sem ná langt út fyrir nautgriparækt sem, hvert öðru áhugaverðara.
Með því að smella hér færist þú yfir á Veffræðslusvæði Landssambands kúabænda/SS.