Beint í efni

Veffræðsla LK: Helstu verkefni LK 2013-2014

11.06.2013

Nú er komið nýtt erindi í Veffræðslukerfi LK og er það síðasta erindið á þessu fyrsta starfsári Veffræðslunnar. Það er hann Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK, sem endar þetta fyrsta starfsár Veffræðslunnar með því að fjalla um þau verkefni sem framundan eru hjá LK.

 

Fljótlega mun dagskrá síðara tilraunaárs Veffræðslu LK liggja fyrir, en þegar er ljóst að mörg spennandi erindi verða á dagskránni næsta vetur og áhugaverðar nýjungar s.s. textaðir fyrirlestrar erlendra fyrirlesra svo eitthvað sé nefnt.

 

Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða aðra geta þeir sem eru nú þegar komnir með aðgang smellt hér á hlekkinn fyrir neðan og slegið þar inn notendanafn og lykilorð. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á skrifstofa(a)naut.is. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi.

 

Með því að smella hér færist þú yfir á Veffræðslusvæði Landssambands kúabænda/SS.