
Veffræðsla LK: Skipulag beitar
24.04.2017
Enn er komið nýtt erindi inn í veffræðslukerfi LK og er þetta erindi það síðasta á þessum fræðsluvetri og fjallar það um skipulag beitar fyrir mjólkurkýr. Erindið er flutt af Unnsteini Snorra Snorrasyni, bútækniráðgjafa, og í erindinu bætir hann afar góðu efni við aðra tvo góða fyrirlestra sem þegar eru inni í Veffræðslu LK og fjalla um beit: nr. 14: „Að beita eða ekki beita“ sem flutt var af Þóroddi Sveinssyni hjá LbhÍ og nr. 45: „Og sællegar kýr út á túni“ sem flutt var af Sigtryggi Veigari Herbertssyni hjá RML. Þar með eru komnir þrír afar góðir fyrirlestrar um beit inn í Veffræðslu LK og ef einhver hefur spurningar eða vangaveltur um beit má fullyrða að svörin finnist í amk. einum af þessum þremur fyrirlestrum!
Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða eldri fyrirlestra þá geta þeir sem eru með aðgengi smellt hér á hlekkinn fyrir neðan og slegið þar inn notendanafn og lykilorð. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang að kerfinu eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á skrifstofa(a)naut.is. Ef þú hefur fengið aðgengi en hefur glatað annað hvort notendanafninu eða lykilorðinu getur þú einnig sent tölvupóst á sama netfang og fengið endursendingu. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi.
Veffræðsla LK fer nú í frí fram í byrjun vetrar
/SS