
Veffræðsla LK: Hagkvæmni mjólkurframleiðslunnar
17.11.2016
Annar fyrirlesturinn í Veffræðslu LK þennan veturinn er nú kominn á vefinn og nú höfum við fengið Berglindi Ósk Óðinsdóttur, fóðurfræðing og ráðunaut hjá RML, til þess að fjalla um hagkvæmni mjólkurframleiðslunnar með sérstaka áherslu á fóðrunina. Þetta er afar yfirgripsmikið erindi, enda efnið mikilvægt og á erindi við allt áhugafólk um nautgriparækt.
Næsta erindi í Veffræðslu LK mun svo fjalla um helstu atriði frá haustfundum LK og um hina nýju búvörusamninga en það erindi mun Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK, sjá um.
Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða eldri fyrirlestra þá geta þeir sem eru með aðgengi smellt hér á hlekkinn fyrir neðan og slegið þar inn notendanafn og lykilorð. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang að kerfinu eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á skrifstofa(a)naut.is. Ef þú hefur fengið aðgengi en hefur glatað annað hvort notendanafninu eða lykilorðinu getur þú einnig sent tölvupóst á sama netfang og fengið endursendingu. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi.
Með því að smella hér færist þú yfir á Veffræðslusvæði Landssambands kúabænda/SS.