Veffræðsla LK: frjósemi mjólkurkúa
03.11.2015
Nú er komið nýtt erindi inn í Veffræðslukerfi LK og fjallar það um frjósemi mjólkurkúa. Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir Nautastöðvar BÍ, fer í erindinu yfir mörg afar fróðleg atriði er lúta að frjósemi mjólkurkúa m.a. fer hann yfir og útskýrir nýjan mælikvarða á frjósemi, ræðir ýmis vandamál sem bændur hafa lent í varðandi slaka frjósemi kúnna. Þá ræðir hann markmiðssetningar í frjósemi, sem trúlega of fáir hafa sett sér auk þess sem hann tekur fyrir ýmis önnur forvitnileg og fróðleg atriði sem lúta að viðfangsefninu. Þetta er erindi sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Næsta erindi í Veffræðslu LK mun svo fjalla um hagsmunamálefni greinarinnar og mun Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK, flytja það erindi. Reyndar er flutningur erindisins háður því að fyrir liggi nýr Búvörusamningur þar sem hugmyndin með erindinu var að fá þar fram helstu atriði. Það gæti því farið svo að þessu erindi verði frestað eitthvað fram eftir þessu fræðsluári Veffræðslu LK.
Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða eldri fyrirlestra þá geta þeir sem eru með aðgengi smellt hér á hlekkinn fyrir neðan og slegið þar inn notendanafn og lykilorð. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang að kerfinu eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á skrifstofa(a)naut.is. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi.
Rétt er að taka fram að allir sem vilja geta fengið aðgengi og óhætt að mæla með því við sem flesta enda mörg erindi sem ná langt út fyrir nautgriparækt sem slíka en í dag eru komin 48 erindi inn í Veffræðslukerfi LK.
Með því að smella hér færist þú yfir á Veffræðslusvæði Landssambands kúabænda.
/SS