
Veffræðsla LK: Helstu nýjungar frá Agromek og EuroTier
13.02.2017
Fimmti fyrirlesturinn í Veffræðslu LK í vetur er nú kominn á vefinn og nú tökum við fyrir helstu nýjungar sem mátti sjá á landbúnaðarsýningunum Agromek og EuroTier. Erindið er byggt upp með svipuðum hætti og sambærilegt erindi fyrir tveimur árum en tekur að sjálfsögðu fyrir önnur atriði. Óhætt er að mæla með áhorfi á þetta erindi, sem og það sem birt var fyrir tveimur árum, ef til stendur að fara í endurbætur eða nýframkvæmdir á fjósum.
Næsta erindi í Veffræðslu LK mun svo fjalla um kosti og galla mismunandi fóðrunarkerfa og það erindi mun Sigtryggur Veigar Herbertsson, ráðunautur hjá RML, flytja.
Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða eldri fyrirlestra þá geta þeir sem eru með aðgengi smellt hér á hlekkinn fyrir neðan og slegið þar inn notendanafn og lykilorð. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang að kerfinu eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á skrifstofa(a)naut.is. Ef þú hefur fengið aðgengi en hefur glatað annað hvort notendanafninu eða lykilorðinu getur þú einnig sent tölvupóst á sama netfang og fengið endursendingu. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi.
Með því að smella hér færist þú yfir á Veffræðslusvæði Landssambands kúabænda/SS.