Veffræðsla LK: Beiðslisgreining og tækni
27.11.2012
Fjórði fyrirlestur Veffræðslu Landssambands kúabænda er nú aðgengilegur á vefnum. Í honum fjallar Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir hjá Matvælastofnun, um beiðslisgreiningu og tækni í máli og myndum.
Viðtökur við þessu tilraunaverkefni Landssambands kúabænda hafa verið einstaklega góðar og hafa nú 160 aðilar fengið úthlutuðu lykilorði til þess að geta horft og hlýtt á fyrirlestrana.
Til þess að sjá og hlusta á þennan áhugaverða fyrirlestur geta þeir sem eru nú þegar komnir með aðgang smellt hér á hlekkinn fyrir neðan og slegið þar inn notendanafn og lykilorð. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á skrifstofa(a)naut.is. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi.
Með því að smella hér færist þú yfir á Veffræðslusvæði Landssambands kúabænda/SS.