Veffræðsla LK: aðbúnaður geldkúa
08.11.2016
Fyrsti fyrirlesturinn í Veffræðslu LK þennan veturinn er nú kominn á vefinn og að þessu sinni ríður á vaðið Grétar Hrafn Harðarson, dýralæknir og sérfræðingur hjá Jötni. Grétar Hrafn fjallar í erindi sínu um afar mikilvægt málefni sem er hvernig á að hlúa að kúm sem eru í geldstöðu og hvaða áhrif aðbúnaður hefur á heilbrigði og afurðir. Þetta er sannarlega erindi sem á erindi við alla kúabændur og allt áhugafólk um nautgriparækt.
Næsta erindi í Veffræðslu LK mun svo fjalla um hagkvæmni í mjólkurframleiðslu en það erindi mun hún Berglind Ósk Óðinsdóttir, ráðunautur hjá RML, sjá um.
Til þess að sjá og hlusta á þennan fyrirlestur eða eldri fyrirlestra þá geta þeir sem eru með aðgengi smellt hér á hlekkinn fyrir neðan og slegið þar inn notendanafn og lykilorð. Þeir sem ekki eru komnir með aðgang að kerfinu eru að sjálfsögðu hvattir til að gera það (er ókeypis) með því að senda tölvupóst á skrifstofa(a)naut.is. Ef þú hefur fengið aðgengi en hefur glatað annað hvort notendanafninu eða lykilorðinu getur þú einnig sent tölvupóst á sama netfang og fengið endursendingu. Taka þarf fram fullt nafn og bæjarnafn eða starfheiti ef viðkomandi er ekki kúabóndi.
Með því að smella hér færist þú yfir á Veffræðslusvæði Landssambands kúabænda/SS.