Veffræðsla Geno: stjórn frjósemismála
07.03.2012
Á morgun (8. mars) verður haldinn veffræðsla á vegum Geno og hefst útsendingin kl. 10 að norskum tíma eða kl. 9 að íslenskum tíma. Það verður ráðunauturinn Arne Ola Refsdal sem flytur erindi en hann mun fjalla um (á norsku) bæði vinnulag við frjósemiseftirlit og margskonar tæki og tól sem létta vinnuna við eftirlitið með bæði einstökum gripum eða hjörðinni í heild.
Ola mun jafnframt fara yfir markmiðssetningar fyrir einstök fjós og hvernig best er að setja sér raunhæf frjósemismarkmið, enda er góð frjósemi grundvöllur hagkvæmni í mjólkurframleiðslunni.
Veffræðsla Geno er öllum aðgengileg sem hafa tölvu og er jafnframt hægt að senda spurningar (á norsku) til Ola á meðan á útsendingu stendur. Notkunarleiðbeiningar um hvernig hægt er að fylgjast með fyrirlestri Ola má sjá hér (á norsku):
http://www.geno.no/no/Forsiden/For-medlemmer/Tillitsvalgtinfo/Brukerveiledning-for-webinar /SS.