Beint í efni

Veðurviðvaranir framundan

10.10.2023

Bændasamtökin í samstarfi við Almannavarnir vekja athygli á því að gefin hefur verið út appelsínugul veðurviðvörun á Norðurlandi. Einnig er gul viðvörun í gangi á öðrum stöðum á landinu. Á vöktunarfundi Almannavarna með Veðurstofunni í dag kom fram að spáin sem er framundan minnir á veður sem gekk yfir 9.-11. september 2012, svokallað fjárskaðaveður.

Biðjum því bændur að huga að fjárstofnum sínum og búi og vera meðvitaðir um það veður sem gengur yfir.