Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Vaxandi áhugi á holdanautaframleiðslu í Svíþjóð

14.03.2017

Undanfarin ár hefur mjólkurframleiðslan í Svíþjóð dregist jafnt og þétt saman og hefur það verið skýrt með því að bændur þar í landi hafa ekki getað keppt við ódýrar innfluttar mjólkurvörur. Fyrir vikið hefur afurðastöðvaverð lækkað og það kippt stoðunum undan mörgum kúabúum. Sama sagan hefur einnig verið uppi þegar horft hefur verið til nautakjötsframleiðslu landsins, en erlent kjöt hefur ýtt hinu sænska út úr kæliborðum verslana. Umræður um sýklalyfjanotkun og lyfjaónæmar bakteríur hefur verið nokkuð hávær í Svíþjóð undanfarið og er sú umræða loks að skila sér til þarlendrar framleiðslu, en samkvæmt nýjum tölum er nú í fyrsta skipti í langan tíma að aukast áhugi á nautakjötsframleiðslu í landinu.

Sænsku bændasamtökin hafa nú birt uppgjör síðasta árs og sýnir uppgjörið reyndar fækkun holdagripa um 10 þúsund talsins, í 326.233 gripi, en á sama tíma sést í uppgjörinu að umsóknir um nýfjárfestingar fyrir holdakýr hafa verið margar. Alls var sótt um leyfi til þess að byggja fjós sem taka 16.233 holdakýr og er það nærri tvöföldun miðað við árið 2015. Þá var sótt um leyfi til þess að byggja fjós fyrir 27.500 geldneyti í kjötframleiðslu sem einnig er aukning frá árinu 2015. Sænskir fjölmiðlar meta það svo að þetta séu merki um að holdanautaframleiðslan fari nú að aukast á ný/SS.