Beint í efni

Vatnsnotkun í nautgriparækt

17.05.2016

Við búum við þá einstöku auðlind að hafa aðgengi að góðu drykkjarvatni fyrir bæði menn og kýr, en það er etv. eitthvað sem bændur víða um heim hafa ekki og þurfa mun frekar en við að hugsa um vatnsnotkun. Reyndar er það almennt umhverfismál að passa upp á vatni og því eiga þau rök jafn mikið við hjá okkur og öðrum en ljóst er þó að víða erlendis er þetta mun meira vandamál en hér á landi.

 

Samkvæmt nýlegri úttekt á vatnsnotkun í nautakjötsframleiðslu þarf í kringum 15,5 tonn af vatni til þess að koma einu kílói af nautakjöti til neytenda. Er þá allt talið með bæði vatn til vökvnunar sem þarf á akra og tún vegna gróffóðurframleiðslunnar, drykkjarvatn gripa, vatn sem notað er við hreinsun í sláturhúsum og kjötvinnslum og þar fram eftir götunum.

 
Þetta eru margir vatnsdropar og því er eftir miklu að slægjast sé mögulegt að draga úr þessari vatnsnotkun. Í Ítalíu hafa verið stigin áhugaverð skref í þá átt þar sem sérstaklega hefur verið horft til vatnsnotkunar og hefur tekist að draga úr vatnsnotkuninni niður í um 11,5 tonn á hvert selt nautakjötskíló. Það er um 25% minni vatnsnotkun en er að jafnaði en skýringin felst einfaldlega í því að vatnnotkun var sett á oddinn og reynt að finna alla þá staði í framleiðsluferlinu þar sem hægt var að spara vatn. Áhugavert verkefni og væri vissulega fróðlegt að fá upplýsingar um það hvar við stöndum hér á landi hvað þetta atriði snertir/SS.