
Varnarlínum BÍ dreift með Bændablaðinu
24.08.2011
Bændasamtökin gáfu nýlega út í miðopnu Bændablaðsins sk. varnarlínur samtakanna í aðildarviðræðum stjórnvalda við Evrópusambandið. Þær voru fyrst birtar í heild sinni sem viðauki í bók Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors um landbúnaðarlöggjöf ESB og Evrópska efnahagssvæðisins sem gefin var út fyrr í sumar. Í efninu koma fram lágmarkskröfur Bændasamtaka Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið. Alls eru varnarlínurnar sjö talsins og efni þeirra komið fyrir á 4 dagblaðssíðum.
Varnarlínur BÍ eru aðgengilegar á pdf með því að smella hér.
Þetta fjögurra síðna úthendi verður jafnframt prentað á skrifpappír og aðgengilegt á skrifstofu BÍ innan tíðar. Tilgangurinn með útgáfunni er að bændur og aðrir áhugasamir geti með auðveldum hætti kynnt sér þau rök og þær upplýsingar sem Bændasamtökin hafa notað í baráttunni gegn aðild að sambandinu.
Varnarlínur BÍ eru aðgengilegar á pdf með því að smella hér.
Þetta fjögurra síðna úthendi verður jafnframt prentað á skrifpappír og aðgengilegt á skrifstofu BÍ innan tíðar. Tilgangurinn með útgáfunni er að bændur og aðrir áhugasamir geti með auðveldum hætti kynnt sér þau rök og þær upplýsingar sem Bændasamtökin hafa notað í baráttunni gegn aðild að sambandinu.