Beint í efni

Vandræði Lactalis halda áfram

05.02.2018

Í janúar kom upp umfangsmikið mál hjá franska stórfyrirtækinu Lactalis er í ljós kom að mjólkurduft frá fyrirtækinu var mengað með salmónellu. Tugir barna höfðu veikst af því að drekka barnamjólk sem gerð var úr dufti Lactallis og í kjölfarið þurfti fyrirtækið að innkalla 12 milljónir dósa af mjólkurdufti í 83 löndum! Nú hefur svo komið í ljós, samkvæmt frétt BBC um málið, að sambærileg tilfelli hafi komið upp áður hjá þessu franska fyrirtæki og megi finna slík tilfelli allt aftur til ársins 2005, þ.e. í meira en áratug. Samkvæmt BBC eru þessi sömu tilvik rakin til sömu þurrkverksmiðju Lactalis í Craon í norð-vestur Frakklandi.

Mál þetta er auðvitað afar erfitt fyrir Lactalis og þó svo að það liggi ekki fyrir í dag hvert sé umfang tjónsins, þá er þó ljóst að það muni hlaupa á tugum ef ekki hundruðum milljarða íslenskra króna enda stendur fyrirtækið frammi fyrir mögulegum lögsóknum, sektum, töpuðum viðskiptasamböndum og ímynd/SS.