Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Valio vill stokka upp EFSA

25.10.2011

Stærsta afurðastöðfélag kúabænda í Finnlandi, Valio, hefur nú farið fram á það að Evrópska matvælaöryggisstofnunin (EFSA) verði endurskipulögð í kjölfar höfnunar stofnunarinnar fyrr á þessu ári á virkni LGG (Lactobacillus rhamnosus GG). Valio framleiðir margar vörur með LGG í og hefur haldið á lofti góðum áhrifum LGG á meltingarveginn. Sérfræðinganefnd EFSA hafnaði hinsvegar því að þessi áhrif væru sönnuð, þrátt fyrir að mikið af innsendum gögnum. Fjölmörgum rannsóknarniðurstöðum á LGG, þar með talið 30 doktorsritgerðum og niðurstöðum 45 ólíkra rannsókna á áhrifum LGG á fólk, var hafnað af nefndinni!

 

Í kjölfar þessarar niðurstöðu hefur Valio gengið í stóran hóp afurðafyrirtækja, s.s. Danone, sem telja að vinnubrögð stofnunarinnar einkennist af tilviljanakenndum vinnubrögðum og endurskoða þurfi uppbyggingu þessarar mikilvægu stofnunar frá grunni. Þess má geta að álit stofnunarinnar um ýmis málefni geta gilt hér á landi vegna samninga á milli Íslands og ESB/SS.