Beint í efni

Valio vann til verðlauna í Rússlandi

16.08.2012

Valio Russia, dótturfélag Valio hins finnska afurðafélags þarlendra kúabænda, hefur nú hlotnast mikill heiður í Rússlandi en vörumerki þeirra Valio Viola® hefur verið útnefnt sem „Brand of the Year“ eða vörumerki ársins í flokki matvara í Rússlandi. Alls er keppt í 10 flokkum innan matvælgeirans og krækti Valio í tvenn verðlaun, sem er frábær árangur. Hin verðlaunin fékk Valio fyrir smjör sitt sem er markaðssett undir merkinu Valio Russia.
 
Móðurfyrirtækið sjálft, Valio í Finnlandi, gengur einnig afar vel nú um stundir og hefur m.a. nýlega ákveðið að endurmarkaðssetja vörumerkið sitt Valio Onni™ sem er vörulína með barnamat. Barnamatur þessi samanstendur af ýmsum tilbúnum réttum fyrir hina smáu neytendur. Til þess að byrja með verður Valio Onni™ eingöngu til sölu í Finnlandi en Valio útilokar ekki mögulegan útflutning/SS.