
Valio tilnefnt til 5 SIAL viðurkenninga
19.10.2016
Þróunar og markaðsfólk finnska afurðafélagsins Valio ber höfuðið hátt um þessar mundir en félagið var tilnefnt til fimm verðlauna á alþjóðlegu matvælaráðstefnunni SIAL, sem hófst 16. október og lýkur á morgun. SIAL er stærsta ráðstefna sinnar tegundar í heiminum. Þetta er afar óvenjulegur árangur, en afar sjaldgæft er að sama fyrirtækið sé tilnefnt í svona mörgum flokkum.
Valio, sem hefur verið leiðandi á heimsvísu í laktósafríum mjólkurvörum, fékk m.a. tilnefningu fyrir mjólkurduft án laktósa, fyrir vörulínuna Valio ValSa® sem eru ostar og smjör sem innihalda minna salt en gerist og gengur, fyrir Valio Play® sem er jógúrt fyrir börn sem inniheldur lítið magn sykurs og fyrir Valio Better™ sem er einskonar smjörvi sem inniheldur kvark/SS.