Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Valio í miklum vanda

28.08.2014

Finnska afurðafélagið Valio hefur undanfarin ár byggt upp gríðarlega mikil markaðstengsl við Rússland og því kemur bann við innflutningi vara til Rússlands afar illa við hið finnska félag og þar með finnska kúabændur. Valio býr hins vegar svo vel að félagið er einnig með starfsemi í Rússlandi og þar er hægt að efla framleiðslugetuna eitthvað. Fyrir er þó meira en 90% af framleiðslu Valio í Finnlandi og er dagljóst að félagið mun lenda í miklum erfiðleikum.

 

Til þess að setja vanda Valio í samhengi má t.d. nefna að verðmæti útflutnings á finnskum mjólkurafurðum til Rússlands nam 283 milljónum evra á síðasta ári sem er nærri tvöfalt hærri upphæð en verðmæti útflutnings þýskra afurðastöðva til Rússlands voru á sama tíma. Rétt er að minna á að mjólkurframleiðsla Þýskalands er 15 sinnum meiri en Finnlands svo um gríðarlega mikil umsvif Valio í Rússlandi er að ræða enda var Rússland lang stærsti kaupandi félagsins erlendis.

 

Þó svo að Valio geti eflt framleiðslu félagsins í bænum Ershovo í Rússlandi er ljóst að félagið verður að draga saman seglin og því er líklegt að segja þurfi upp starfsfólki í finnskum afurðastöðvum nú fyrir mánaðarmótin/SS.