
Valio hefur sölu á ný í Rússlandi
24.11.2016
Afurðafélagið Valio í Finnlandi hefur nú fengið heimild til útflutnings á mjólkurvörum til Rússlands, en sem kunnugt er hefur sá markaður verið lokaður flestum vestrænum ríkjum undanfarin ár. Um er að ræða mjólkurvörur ætlaðar ungabörnum og verða seldar undir merkjum Valio. Þetta er mikill og stór áfangi fyrir félagið enda var Valio með sterka stöðu í Rússlandi þegar þar skelltist í land.
Ímynd Valio í Rússlandi var einkar sterk, þegar Pútín skellti í lás, enda félagið þekkt fyrir gæðavörur. Því er mikilvægt fyrir Valio að vera á markaðinum með vörur svo þeirra vörumerki sé áfram sýnilegt í þeirri von að einhverntímann opnist fyrir möguleika á innflutningi á ný/SS.