Beint í efni

Valio borgar meira fyrir „ábyrgðarfulla mjólkurframleiðslu“

23.01.2018

Um áramótin tók finnska afurðafélagið Valio upp nýtt greiðslukerfi sem miðar að því að greiða bónus á afurðastöðvaverðið er kúabúið uppfyllir strangari kröfur varðandi dýravelferð og aðbúnað dýra en hið opinbera gerir. Þessar kröfur eru mismunandi á milli dýrahópa en varða t.d. eftirlit og meðferð við sjúkdómum, fyrirbyggjandi ráðgjafaheimsóknir dýralækna og fleiri áhugaverð atriði eins og sojalaust fóður og fóður án erfðabreyttra plantna.

Samkvæmt fréttatilkynningu Valio þá er talið að 80% af um 5.600 innleggjendum félagsins uppfylli þessar kröfur nú þegar og munu þessir aðilar fá eitt evrusent (1,25 íkr) aukalega á hvert innvegið kíló mjólkur frá og með 1. janúar sl. Markmið Valio er að öll bú muni uppfylla kröfurnar árið 2020/SS.