Beint í efni

Úttekt á kostum og göllum sameiginlegrar sæðingastarfsemi

07.08.2012

Á aðalfundi LK 2012 var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn á Hótel Selfossi 23. og 24. mars tekur undir ályktun Búnaðarþings um að skoða kosti og galla þess að sameina starfsemi kúasæðinga á landinu öllu með það að markmiði að ein og sama gjaldskrá verði látin gilda fyrir alla“. Settur hefur verið á fót starfshópur til að fylgja tillögu þessari eftir. Í honum eiga sæti Magnús B. Jónsson, nautgriparæktarráðunautur BÍ, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, Helga Guðmundsdóttir, bóndi að Gilsárteigi 2 á Héraði og stjórnarmaður Búnaðarsambands Austurlands og Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK. Hópurinn heldur sinn fyrsta fund á morgun, miðvikudaginn 8. ágúst./BHB