Beint í efni

Útskýringar á forsendum skýrsluhaldsins

12.03.2012

Meðfylgjandi yfirlit er útlistun á einkunnum sem finna má á skýrslum í Fjárvís, byggt á þeim upplýsingum sem skráðar eru í skýrsluhaldinu sbr. ályktun aðalfundar LS árið 2011.

"Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2011 hvetur ráðunautaþjónustuna í samstarfi við tölvudeild BÍ að gera aðgengilegar einfaldar útskýringar á helstu forsendum reikniþátta skýrsluhaldsins sem birtast munu í fjarvis.is. Jafnframt verði aukin áhersla af hendi landsráðunauts og ráðunautaþjónustu á að kynna þessar forsendur á skýran hátt fyrir bændum."

Í gegnum árin hefur eitthvað verið ritað um einstaka einkunnir en hvergi verið tekið saman heildstætt yfirlit yfir forsendur og útreikninga líkt og gert er hér. Forsendum einnar einkunnar er sleppt hér en það er heildareinkunn undir dómayfirlit. Upplýsingar um forsendur hennar má finna á vef Búgarðs með því að smella hér.

Skjal þetta mun breytast ef teknar verða ákvarðanir um breytingar og því verður það uppfært reglulega. Ábendingar um hvað má betur fara má senda til undirritaðs.

Sjá: Einkunnir í skýrsluhaldi í sauðfjárrækt

/Eyjólfur Ingvi Bjarnason, eyjolfur@bondi.is