Beint í efni

Útreiknað greiðslumark næsta verðlagsárs verður mun stærra

20.05.2005

Að teknu tilliti til sölu mjólkurvara í apríl sl. stendur greiðslumarkið nú í rúmum 107 milljónum lítra mjólkur. Fljótlega má búast við tilkynningu um greiðslumark næsta verðlagsárs, en ljóst má vera að greiðslumarkið verði mun stærra en þessi tala gefur tilefni til enda söluþróunin verið mjög hagstæð síðustu mánuði. Meðfylgjandi er yfirlit yfir þróun útreiknaðs greiðslumarks miðað við sölutölur mjólkurafurða á þessu verðlagsári:

 

 

Sala á fitugrunni

sl. 12 mánuði,

millj. ltr.

Sala á próteingrunni

sl. 12 mánuði,

millj. ltr.

Útreiknað

greiðslumark,

millj. ltr. *

Apríl 98,5 110,4 107,4
Mars 98,9 109,8 107,1

Febrúar

98,5 109,8 106,9
Janúar 98,6 109,6 106,8
Desember 98,6 109,5 106,8
Nóvember 98,7 109,5 106,8
Október 97,6 108,0 105,4
September 98,3 108,9 106,2

* Útreiknað greiðslumark vegur saman 12 mánaða sölu mjólkurafurða á fitu- og próteingrunni með eftirfarandi hætti:

 

sala á fitugrunni x 0,25 + sala á próteingrunni x 0,75 = útreiknað greiðslumark

 

Eins og sjá má hefur útreiknað greiðslumark stækkað um rúma eina milljón lítra á verðlagsárinu og er allt útlit fyrir að sama þróun haldi áfram á næstunni. Ein af ástæðum þess að hægt er að halda slíkum rökum á lofti er sú staðreynd að sala á skyr.is drykknum fór fyrst af stað seinnipart síðasta árs, en viðtökurnar voru í raun ótrúlega góðar, og því vegur skyr.is drykkurinn ekki enn inn að fullu í 12 mánaða tölurnar. Þá má geta þess að stöðugar vöruþróanir í íslenskum mjólkuriðnaði hafa skilað mjög góðum árangri. Að síðustu er full ástæða til að benda á ánægjulega þróun með sölu á mjólkurvörum á fitugrunni, en tekist hefur að snúa þróun undangenginna ára við og er mælanleg aukning á sölu mjólkurvara á fitugrunni.