Beint í efni

Útlit fyrir svipaða sölu á holdanautasæði í ár og í fyrra

29.11.2001

Það sem af er þessu ári hefur sala á holdanautasæði gengið mjög vel, og mun betur en áætlanir gerðu ráð fyrir en gert var fyrir nokkrum samdrætti í sölu sökum lágs verðs á nautakjöti og bið eftir slátrun á sumum landssvæðum.

 

Vænta má þess að nokkur áhrif á sölu á holdasæði hafi verðálag stærstu sláturleyfishafanna, en fyrir holdanaut fá bændur 5-13% hærra verð en fyrir íslenska gripi í sama gæðaflokki.

 

Sem fyrr er sala á Angus-sæði meiri en á Limósín-sæði og hefur í ár verið mest selt af sæði úr nautinu Álfi (95401). Nautið Lindi er sem fyrr vinsælastur meðal Limósín-nautanna.

 

Miðað við nýjustu sölutölur á holdanautasæði er útlit fyrir að salan í ár verði svipuð og í fyrra, þrátt fyrir fækkun kúa á landsvísu á milli ára. Gera má því ráð fyrir að um raunvöxt í sölu sé að ræða.

 

Nánar má lesa um sölu á holdasæði á vef LK: Kynbætur og ræktun – Íslensk holdanaut