Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Útlit fyrir metuppskeru á maís í Bandaríkjunum

14.08.2007

Samkvæmt fréttatilkynningu sem tölfræðiskrifstofa bandaríska landbúnaðarráðuneytisins (NASS) er útlit fyrir metuppskeru á maís þar í ár. Búist er við því að uppskeran verði 332,7 milljónir tonna sem er fjórðungi meira en í fyrra og 10% meira en árið 2004, sem var metár. Búist er við að uppskera af hektaranum verði tæp 9,6 tonn sem er það næstmesta í sögunni, árið 2004 var hún rétt rúmlega 10 tonn á hektara. Það sem hefur þó úrslitaáhrif á magnið er að bandarískir bændur hafa ekki sáð maís í jafn mikið flatarmál síðan 1933. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvaða áhrif þetta hefur á maísverð, en hann er uppistaðan í flestum kjarnfóðurblöndum.

Af öðrum jarðargróðri er það að frétta að uppskera á sojabaunum mun minnka um 18%, sem skýrist að mestu leyti af því að 15% minna var sáð af henni í vor en í fyrra. Bændur hafa greinilega meira uppúr því að sá maís en soja. Búist er við því að uppskera af hektaranum verði rúm 2,8 tonn.

Horfur í hveitinu eru mjög góðar, uppskera á því verður 57,4 milljónir tonna, sem er 17% meira en á síðasta ári. Uppskera af hektaranum verður að líkindum 2,7 tonn.

 

 

Ath. Þeim sem lesa upprunalega textann skal bent á að í Kananslandi er uppskera mæld í skeppum pr. ekru. Skeppa (bushel) af maís vegur 25,4 kg en hún er 27,2 kg í soja og hveiti. Ekra er 0,4046 ha.