Beint í efni

Útimjólkurtankar

24.07.2006

Afleiðing stækkandi búa eru stærri mjólkurtankar. Nú eru að ryðja sér til rúms tankar sem eru hafðir utan dyra, er einn slíkur kominn í notkun hér á landi. Sá er staðsettur í Dölum og er af gerðinni Lely Nautilus (smíðaður af Wedholms). Annar er væntanlegur á Suðurlandið, frá Røka.

Í nýjum fjósum, sem mörg hver eru fyrir 60-80 kýr, má gera ráð fyrir að þurfi 4-7000 lítra tank. Ekki þarf að fjölyrða um að það sparar talsvert rými að hafa slíkt tæki utan dyra. Einnig er þetta valkostur fyrir framleiðendur í eldri fjósum sem þurfa að endurnýja mjólkurtankinn, þar sem stirðlegt getur verið að koma þeim inn um dyr, þótt stórar séu.